Tap í úrslitaleik gegn Stjörnunni

IMG_20151003_184827Þór tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag 72-58. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Skot Þórsara voru lítið að detta í þriðja leikhluta og náðu Stjörnumenn ágætis forskoti fyrir lokafjórðunginn. Liðin skiptust á stigum í fjórða leikhluta en það dugði ekki til og sigur Stjörnunnar staðreynd.

Stigahæstur Þórsara var Vance Hall með 18 stig en næstur var Raggi Nat með 10 stig og 15 fráköst. Aðrir skoruðu minna.