Beggubakstur: Nizza súkkulaðikaka

Berglind EvaBeggubakstur er nýr liður hér hjá okkur og er hann nefndur í höfuðið á heimasíðu sem Berglind  Eva Markúsdóttir hefur útbúið. Á heimasíðunni setur hún inn girnilega uppskriftir en hún er þekkt fyrir að vera mikill sælkeri og segir hún sjálf að hún sé mikill eftirréttar sérfræðingur.

Við hjá Hafnarfréttum höfum ákveðið að fá hana til liðs við okkur og mun hún reglulega birta girnilegar uppskriftir á vefnum hjá okkur.

Hér að neðan má sjá fyrstu uppskriftina sem hún birtir hjá okkur.

Þetta er uppáhaldskakan mín þessa dagana. Ég tel niður dagana frá sunnudegi til föstudags svo ég geti bakað hana aftur! Þessi kaka er líka mjög einföld og fljótleg í bakstri.

Nizza súkkulaðikakaNizza súkkulaðikaka:

  • 3 ½ dl sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 3 egg
  • 4 msk kakó
  • 2 dl Nizza súkkulaðismjör
  • 2 dl hveiti
  • 150 g smjör
  • 60 g hvítt súkkulaði (Stráð yfir kökuna)

Bakarofninn er hitaður í 175°c á undir- og yfirhita. Allt þurrefni er blandað saman í skál og síðan brædda smjörinu, vanilludropunum, eggjunum og súkkulaðismjörinu bætt Nizza súkkulaðikakaútí. Þetta er hrært þar til að deigið hefur blandast vel saman. Bakað í lausbotna formi með smjörpappír (ca.22 – 24 cm) í u.þ.b. 30 mínútur.  Kakan er svo látin kólna. Þegar kakan er orðin hæfilega köld þá er hún smurð með þunnu lagi af Nizza súkkulaðismjörinu og stráð hvítu súkkulaði yfir.

Njótið!
Berglind Eva Markúsdóttir

Við viljum svo benda áhugasömum á heimasíðu Berglindar Evu sem ber heitið Beggubakstur.