Viktor Karl í hæfileikamótun KSÍ

Viktor KarlÆgismaðurinn Viktor Karl Halldórsson var valinn til að taka þátt í hæfileikamótun KSÍ sem fram fór síðustu helgi og er ætlað stelpum og strákum á aldrinum 13-15 ára.

Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að:

  • Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
  • Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
  • Koma á móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
  • Koma á móts leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á
  • landsliðsæfingar.
  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.
  • Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu.

Viktor Karl er vel að þessu kominn og gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni.

Þetta kemur fram á heimasíðu Ægis.