Keflavík mætir í heimsókn í fyrsta leik tímabilsins

thor_stjarnan_lengjubikar-1Þórsarar hefja leik í Domino’s-deild karla í körfubolta í dag þegar Keflavík mætir í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn.

Liði Þórs er spáð 5. sæti í deildinni en Keflavík 8. sæti, samkvæmt spá formanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í deildinni.

Reikna má fastlega með hörkuleik í höfninni í kvöld og hefst hann klukkan 19:15.