Ægir búið að ráða þjálfara

Einar-OttóKnattspyrnufélagið Ægir hefur komist að samkomulagi við Einar Ottó Antonsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla næstu tvö tímabil en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Einar Ottó er fæddur árið 1984 og hefur leikið nánast allan sinn feril með Selfoss við góðan orðstír. Hann hefur verið einn af lykilleikmönnum á Selfossi undanfarin ár en ætlar nú sölsa um og einbeita sér meira að þjálfun.

Einar Ottó er íþróttakennari og menntaður íþróttafræðingur og hefur einnig lokið öllum KSÍ þjálfaranámskeiðum nema efsta stiginu. Hann hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka á Selfossi með fínum árangri.