Svekkjandi tap í fyrsta leik

thor_stjarnan_lengjubikar-4Í kvöld fór fram fyrsti leikur Þórsara í Dominos deildinni á þessu tímabili og fengu þeir Keflvíkinga í heimsókn í Icelandic Glacial höllina.

Þórsarar voru yfir meirihlutann af leiknum en undir lokin komust Keflvíkingar yfir og voru síðustu mínúturnar æsi spennandi. En því miður fyrir okkar menn þá lauk leiknum með tapi Þórsara 101-104.