Íbúar hvattir til að mæta á íbúafund

ráðhúsiðÍ kvöld verður íbúafundur haldinn í Ráðhúsi Ölfuss vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2010-2022.

Á þessum fundi verður fjallað um mikilvæg mál sem hafa verið í umræðunni seinustu mánuði og má þar nefna iðnaðarlóðir vestan við þorpið en menn vonast til að sú fiskþurrkun sem fer fram í Þorlákshöfn færist á þessar lóðir. Lyktarmengun vegna fiskþurrkunar hefur mikið verið í umræðunni og á þessum fundi gefst íbúum tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri og að sjá hvað sveitarfélagið er að reyna að gera til að bæta úr þessu vandamáli. Fulltrúar frá Lýsi verða á fundinum til að heyra hvað bæjarbúar hafa að segja um staðsetningu á þessari lóð vestan við bæinn.

Einnig verður fjallað um uppbyggingu á þjónustulóð á Óseyrartanga. Fyrir þá sem ekki vita ekki hvar Óseyrartangi er, þá er Hafið bláa staðsett þar. Fyrr á þessu ári kom fram að fyrirtæki væru áhugasöm um að byggja upp hótel á þessu svæði og því er áhugavert að fylgjast með þessari umræðu.

Einnig verður rætt um allar þær framkvæmdir sem hafa átt sér stað í skrúðgarðinum og uppbyggingu þjónustulóðar við Skíðaskálann í Hveradölum.

Á þessum fundi verður sem sagt fjallað um virkilega mikilvæg mál í okkar samfélagi og því hvetjum við alla til að mæta á fundinn. Fundurinn verður í Ráðhúsi Ölfuss og hefst fundurinn kl. 20:00.