Þórsarar fóru létt með Tindastól

Davíð ArnarRétt í þessu var leik Þórs og Tindastóls að ljúka en leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni. Tindastóll byrjaði betur og var yfir eftir fyrsta leikhluta 24-26 en okkar menn komu svo sterkir inn og voru mun betri aðilinn það sem eftir var af leiknum.

Vance Hall var stigahæstur í liði Þórs með 24 stig en þar á eftir kom Davíð Arnar Ágústsson. Davíð kom sá og sigraði en hann setti 7 af 8 þristum niður og var í heildina með 21 stig, sannkallaður stórleikur hjá honum.

Leiknum lauk 92-66 fyrir Þór en næsti leikur liðsins er eftir viku á móti FSu.