Stólarnir mæta í höfnina í kvöld

thor_stjarnan_lengjubikar-4Í kvöld fer fram þriðji leikur Þórs í Domino’s deildinni í körfubolta þegar liðið fær sterkt lið Tindastóls í heimsókn.

Þórsarar hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en hafa þrátt fyrir það verið að spila mjög góðan körfubolta í báðum leikjum. Til að mynda tapaði liðið fyrir Íslandsmeisturum KR í síðustu umferð en voru án efa betri aðilinn í rúmar 30 mínútur.

Tindastólsmönnum er spáð 2. sætinu í vetur en þeir fengu einmitt silfrið á síðasta tímabili og eru með virkilega vel mannað lið í ár.

Því má fastlega gera ráð fyrir hörku leik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld en leikurinn hefst kl. 19:15.