reykjadalur01Erlendur ferðamaður brenndist á fæti þegar hann steig í hver í Reykjadal í Ölfusi í dag. Slysið átti sér stað um klukkan hálf tvö en maðurinn var á göngu á svæðinu.

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út ásamt sjúkraflutningamönnum.

„Sá slasaði var búinn undir flutning og er nú verið að bera hann niður á bílastæðið við Hveragerði þar sem sjúkrabíll bíður. Gert er ráð fyrir að um klukkustund taki að bera hann þessa 2 km leið,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.