Eins og flest allir Þorlákshafnarbúar vita þá sló Davíð Arnar Ágústsson rækilega í gegn í sigri Þórsara á Tindastóli á fimmtudaginn.
Drengurinn gerði sér lítið fyrir og setti niður 7 þrista í 8 tilraunum og endaði leikinn með 21 stig. Sannkallaður stórleikur hjá Davíð sem á núna metið yfir flestar þriggja stiga körfur í einum leik á þessu tímabili.
Þátturinn Körfuboltakvöld sem sýndur er eftir hverja umferð á Stöð 2 sport fór fögrum orðum um okkar mann og töluðu um að Davíð Arnar væri „Saga kvöldsins“ í þessum leik. Hér að neðan má sjá þegar þeir Kjartan Atli, Jón Halldór og Fannar lofsama okkar mann í þættinum.