Afmælishátíð Leikfélags Ölfuss og Bandalags íslenskra leikfélaga

leikfelag01Leikfélag Ölfuss efnir til afmælishátíðar í tilefni 65 ára afmælis Bandalags íslenskra leikfélaga og 10 ára afmælis Leikfélags Ölfuss.

Hátíðin verður haldin að Selvogsbraut 4 sunnudaginn 22. nóvember og hefst hún klukkan 16:00.

Sýnd verða þrjú stuttverk sem voru valin úr fjölda innsendra verka í tilefni 65 ára afmælis Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL).

Þess er gaman að geta að hún Oddfreyja Oddfreysdóttir er höfundur eins verksins sem varð fyrir valinu hjá BÍL og verða þessi verk sýnd um land allt á næstunni í tilefni afmælis BÍL.
Leikfélag Ölfuss hvetur bæjarbúa og aðra að mæta og sjá þessi verk sem verða sýnd eins og áður sagði sunnudaginn 22. nóvember.

Að leiksýningu lokinni verður boðið upp á afmælisköku í tilefni afmælanna.

Frítt inn.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á sunnudaginn, ást og friður.
Leikfélag Ölfuss