Veist þú hverjir voru á Dalaröstinni árið 1973?

Mynd: Magnús Karel Hannesson
Mynd: Magnús Karel Hannesson

Í Eyjagosinu árið 1973 hjálpuðust allir að við að bjarga fólki frá Vestmannaeyjum og voru nokkrir bátar sem gerðir voru út frá Þorlákshöfn nýttir til að flytja fólk í land. Einn af þeim var Dalaröst ÁR 52.

Við hjá Hafnarfréttum höfum fengið fyrirspurn frá aðila sem er að afla upplýsinga um þá einstaklinga sem voru í áhöfn á Dalaröst gosnóttina árið 1973. Ef þú hefur upplýsingar um hverjir voru í áhöfn Dalarastar þessa örlagaríku nótt þá viljum við biðja þig um að senda okkur upplýsingar á frettir@hafnarfrettir.is.

Einungis er vitað um þrjá úr áhöfninni en það eru:

  • Hákon Magnússon, skipstjóri
  • Ragnar Eyþórsson, háseti
  • Björn Friðriksson, háseti