Jólamarkaður, brunch og hátíðarhestasýning

Mynd: Guðmundur Ólason
Mynd: Guðmundur Ólason

„Ef Grýla væri á lífi, kæmi hún í Fákasel laugardaginn 5 desember…

… en sem betur fer er hún dauð!!!

Í staðinn verður ótrúlega skemmtilegur jólasveinn á svæðinu og einnig verður hátíðarhestasýning fyrir börnin kl. 13:00.

Við ætlum líka að vera með jólabasar í hlöðunni okkar frá kl. 13:00 til 16:00 með allskonar gúmmelaði og flottum íslenskum vörum. Jólabrunch okkar verður á sínum stað frá 13:00 til 15:00 og það er hreint ótrúlegt hvað Elli og Keli kokkar geta komið á óvart.

Við ætlum að bjóða upp á jólaglögg og piparkökur og það verður 20% afsláttur í gjafavöruverslun okkar.

Ótrúlegt allt – en samt satt, komið bara og sjáið laugardaginn 5 desember.“

Fákasel