Þór í 8-liða úrslit bikarkeppninnar

emil01Þórsarar eru komnir í 8-liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta eftir sigur á Hetti á Egilstöðum í dag í 16-liða úrslitum. Leikurinn endaði 89-96.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda og ekki við öðru að búast á sterkum heimavelli Hattar.

Vance Hall var stigahæstur í liði Þórs með 29 stig og fyrirliðinn Emil Karel átti enn einn stórleikinn en hann skoraði 28 stig í dag. Raggi Nat skoraði 11 stig og Ragnar Örn og Halldór Garðar bættu við 8 stigum. Magnús Breki og Baldur Þór skoruðu 5 stig og Þorsteinn Már 2.