Ljósin tendruð á jólatrénu í dag

jolatre01Í dag, sunnudaginn 6. desember, verða ljósin tendruð á jólatrénu á ráðhústorginu fyrir framan ráðhúsið.

Viðburðurinn hefst klukkan 18:00, en þá mun lúðrasveitin spila nokkur jólalög. Skólakórar Grunnskólans í Þorlákshöfn munu leiða fjöldasöng og síðan flytur Kári Hafsteinsson, forseti Kiwanis stutt ávarp og telur í ljósin með börnunum.

Kiwanismenn með stuðning Landsbankans munu bjóða upp á heitt súkkulaði og piparkökur og jólasveinar ganga með gestum í kringum jólatréð.

Allir eru hjartanlega velkomnir og í raun hvattir til að taka þátt í gleðinni.