„Verum ástfangin af lífinu“

Þorgrímur ÞráinssonÞorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í vikunni í grunnskólann til að hitta krakkana í 10. bekk og tala við þá um lífið og tilveruna. Hann kallar fyrirlesturinn sinn „Verum ástfangin af lífinu.“ Þetta er fræðsla um hvernig við getum öðlast heilbrigt og gott líf, hvernig við komum fram við aðra – og okkur sjálf.

Það þótti upplagt að fá Þorgrím til að lesa upp úr bókum sínum fyrir krakkana á miðstigi og unglingastigi. Hann las fyrir krakkana á miðstigi upp úr nýútkominni bók „Elskaðu máva“ og fyrir unglingana las hann upp úr bókinni „Hjálp“ sem kom út í fyrra.

Þorgrímur hefur oft komið í skólann til að fræða og lesa upp. Það er alltaf gaman að fá hann í heimsókn.

Frétt birt á vef grunnskólans.