Ragnar íþróttamaður Hveragerðis

raggi_nat-1Ragnar Nathanaelsson, leikmaður Þórs í körfubolta, var á dögunum kjörinn íþróttamaður Hveragerðis.

Ragnar hefur spilað vel með Þórs liðinu það sem af er vetri, skorað 14 stig og tekið 12 fráköst að meðaltali í leik. Það sem stóð þó hæst hjá kappanum á árinu var að komast á lokamót Evrópumótsins með A-landsliði Íslands í sumar þar sem liðið spilaði við stærstu körfuboltaþjóðir heims.

Hafnarfréttir óska Ragnari til hamingju með titilinn og er hann vel að honum kominn.