Vance Hall Lykil-maður 11. umferðar

vancehall01
Mynd: Skúli / karfan.is

Vance Hall hefur verið frábær í liði Þórs fyrri hluta tímabilsins í Domino’s deildinni í körfubolta.

Hann var valinn Lykil-maður 11. umferðar á Karfan.is en hann skoraði 37 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í síðasta leik gegn Snæfell.

Hall hefur skorað að meðaltali 24,6 stig í leik, tekið 7,1 frákast og gefið 4,8 stoðsendingar.