Tap gegn toppliðinu í fyrsta leik ársins

thor_stjarnan_lengjubikar-4Þórsarar máttu þola ósigur gegn toppliði Keflavíkur í fyrsta leik nýs árs í Domino’s deildinni í körfubolta. Leikurinn fór fram í Keflavík.

Leikurinn var í járnum þar til um miðbik annars leikhluta þegar Valur Orri, leikmaður Keflavíkur, tók leikinn í sínar hendur og skoraði 10 stig í röð fyrir heimamenn.

Eftir þetta var leikurinn nokkuð þægilegur fyrir Keflavík og áttu þeir alltaf svör við áhlaupum Þórsara. Leikurinn endaði með sigri heimamanna 91-83.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur á mánudaginn gegn Haukum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar.