Jón Guðni í byrjunarliði Íslands gegn Bandaríkjunum

Jón Guðni ásamt landsliðinu í gönguferð í gær à Hollywood Boulevard í Los Angeles. Mynd: KSÍ

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson frá Þorlákshöfn verður í byrjunarliði Íslands þegar liðið mætir Bandaríkjunum í Los Angeles í kvöld.

Talið er að um 10.000 manns muni mæta á leikinn sem spilaður verður á heimavelli LA Galaxy.

Jón Guðni gekk til liðs við Svíþjóðarmeistara Norrköping undir lok síðasta árs eftir að hafa leikið með Sundsvall í nokkur ár.

Leikur Íslands gegn Bandaríkjunum hefst kl. 20:45 á íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.