Hellaljósmyndir á sýningu í Gallerí undir stiganum

Bibbi Gallerí undir stiganumGuðmundur Brynjar Þorsteinsson opnar sýningu á hellaljósmyndum í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss, fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 18:00. Boðið er upp á kaffi og konfekt af tilefni opnunar.

Þarna verða myndir sem ekki hafa áður verið sýndar á sýningu en einnig úrval bestu mynda Bibba eins og Guðmundur Brynjar er yfirleitt kallaður.

Sýningin stendur yfir til mánaðarloka.