„Ekki til sá íslenski leikmaður sem er með betri hreyfingar undir körfunni“

gretar01Grétari Inga Erlendssyni var lofað í hástert af þáttastjórnendum Körfuboltakvölds á Stöð 2 sport í síðasta þætti.

„Hann er ekki bara með góða skottækni, ég fullyrði það að það er ekki til sá íslenski leikmaður sem er með betri hreyfingar undir körfunni. Hann er með yfirburði á því sviði, skottæknin og allt saman. Þetta er allt á hreinu hjá honum og hann breytir þessu liði algjörlega, setur það á annan stall,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson um Grétar í þættinum á föstudaginn.

Eins og kunnugt er snéri Grétar til baka um áramót eftir erfið meiðsli á fæti og hefur hann svo sannarlega látið finna fyrir sér undanfarið. Mikill fengur fyrir Þórsara að Grétar sé orðinn heill en saman mynda hann og Raggi Nat feiknar sterkt tvíeiki undir körfunni.

Jón Halldór Eðvaldsson var á sama máli í þættinum. „Það er ótrúlega gott fyrir Einar, þjálfara Þórs, að hafa Ragga og Grétar tvo saman undir körfunni. Fyrir áramót byrjaði Þórsliðið mjög vel og svo kom slappur kafli en núna er Grétar kominn inn í þetta og þeir eru komnir með meira jafnvægi í teignum.“

Smelltu hér til að sjá innslagið um Grétar í síðasta þætti Körfuboltakvölds.