Sigrún Elfa bikarmeistari og valin lykilmaður leiksins

Mynd: Karfan.is - Bára Dröfn
Mynd: Karfan.is – Bára Dröfn

Sigrún Elfa Ágústsdóttir varð í dag bikarmeistari í 10. flokki stúlkna með Grindavík eftir sigur á KR. Bæði liðin spiluðu virkilega vel en lið Grindavíkur sigraði leikinn 46-42 og tryggði sér bikarinn.

Sigrún Elfa var valinn lykilmaður leiksins en hún skoraði alls 22 stig, stal 3 boltum og tók 15 fráköst.

Ítarlegri umfjöllun um leikinn má finna hér.