9 af 12 leikmönnum Þórs úr Þorlákshöfn

thor_bikarurslit01Frá 2009 hefur markvisst verið unnið að því að byggja upp sterkt meistaraflokkslið sem leikur í efstu deild í körfuknattleik. Benedikt Guðmundsson var ráðinn sem þjálfari og fékk hann það hlutverk að festa liðið í sessi í efstu deild.

Fyrstu árin voru 2 – 3 erlendir leikmenn með liðinu auk eldri leikmanna sem höfðu reynslu af því að leika í efstu deild. Þá voru okkar leikmenn, sem bera uppi liðið í dag, í yngri flokkum en fengu mikla reynslu af því að æfa og leika með sterkari leikmönnum.

Grétar Ingi er okkar elsti leikmaður, 32 ára, en hann var valinn í úrvalslið KKÍ síðasta leiktímabils. Baldur Þór, Þorsteinn Már, Emil Karel og Halldór Garðar hafa allir leikið með yngri landsliðum KKÍ. Davíð Arnar og Magnús Breki eru nú í æfingahópum yngri landsliða KKÍ. En einnig eru strákar í drengja og unglingaflokki sem æfa með liðinu.

Einar Árni Jóhannsson var ráðinn sem þjálfari til deildarinnar síðastliðið sumar en hann hefur byggt upp góða liðsheild sem hefur komið mörgum á óvart enda leikmennirnir ekki „synir eða frændur“ neinna frægra körfuboltamanna svo vitað sé. Baldur Þór Ragnarsson er honum til aðstoðar og sér hann einnig um styrktarþjálfun liðsins. Sjúkraþjálfari liðsins er Hjörtur S. Ragnarsson.

Liðið byggir á heimamönnum og góðum liðsstyrk frá Ragnari Á. Nat. frá Hveragerði, Ragnari Erni frá ÍR og Vance M. Hall frá Kentucky USA. Allt eru þetta ungir og efnilegir leikmenn sem eru að skólast til sem burðarásar í úrvalsdeildarliði Þórs undir styrkri stjórn Einars Árna.