Tónar og Trix í baráttusöng til stuðnings Endurreisn

tonar_og_trix01Tónar og trix fengu þann mikla heiður að taka þátt í baráttusöng til stuðnings undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar, Endurreisn til styrktar heilbrigðiskerfinu.

Lagið sem um ræðir er Samferða eftir Magnús Eiríksson og í þessari nýju útgáfu syngja margir af allra færustu tónlistarmönnum Íslands.

Hlusta má á þetta stórgóða lag í spilaranum hér að neðan og gaman að sjá Tóna og trix halda áfram að slá í gegn.

Í myndbandinu má einnig sjá Ölfusinginn Lovísu Sigrúnardóttur betur þekkt sem Lay Low.