logregla01Á næstunni mun Lögreglan á Suðurlandi vera með aukið eftirlit með öryggisþáttum í umferðinni. Lögreglan mun beina sjónum sínum sérstaklega að notkun bílbelta auk annarra brota.

Ökumenn og farþegar á Suðurlandi mega því búast við að lögreglan verði vel sýnileg í umdæminu á næstunni í þeim tilgangi að tryggja öryggi vegfarenda.

Þá minnir lögreglan á að ökumenn bifreiða eru ábyrgir fyrir farþegum sem eru yngri en 15 ára.

Sektir:

  • Öryggisbelti ekki notað: 10.000 kr.
  • Öryggisbúnaður fyrir barn ekki notaður: 10.000 kr.
  • Þess eigi gætt að barn yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað: 15.000 kr.