Síðasti heimaleikur Þórs fyrir úrslitakeppnina

thor-1Í kvöld mætast Þór og Snæfell í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í síðasta leik fyrir úrslitakeppnina sem hefst um miðjan mánuðinn.

Þórsarar eiga möguleika á 5. sætinu með sigri í kvöld og Snæfell berst fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og er kjörið að fjölmenna á völlinn og þjálfa upp röddina fyrir komandi átök.