Góður sigur gegn Snæfell

thor_2015Þórsarar sigruðu Snæfell í Domino’s deildinni í Þorlákshöfn í kvöld 88-82 eftir jafnan og spennandi leik.

Gestirnir byrjuðu betur og leiddu með sex stigum eftir fyrsta fjórðung. Mikið jafnræði var með liðunum í öðrum og þriðja leikhluta en Þórsarar gáfu í lokafjórðungnum og uppskáru að lokum 6 stiga sigur.

Þar með er ljóst að Þór mætir Haukum í 8-liða úrslitum en úrslitakeppnin hefst um miðjan mánuðinn.

Vance Hall var stigahæstur í kvöld með 27 stig, Halldór Garðar 14, Ragnar Örn 10, Emil Karel 9. Stóru mennirnir Grétar Ingi og Raggi Nat skoruðu báðir 8 stig og Baldur Þór og Magnús Breki gerðu 6 stig.