Ingó (veðurguð) í Ægi

ingo01Selfyssingurinn Ingólfur Þórarinsson er genginn til liðs mið meistaraflokk Ægis í 2. deildinni í fótbolta.

Ingó, eins og hann er oftast kallaður, spilaði síðast með KFS í 3. deildinni og var hann spilandi þjálfari Hamars í 3. deildinni árið 2014.

Félagaskiptin eru gengin í gegn en hann lék með Ægismönnum á Fótbolta.net mótinu á dögunum.