Jafntefli í fyrsta leik Ægis í Lengjubikarnum

aegir_kf-1Á föstudaginn fór fram leikur Ægis og Vestra í Lengjubikarnum í fótbolta en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni á Akranesi.

Ægismenn skoruðu tvö mörk á fyrstu 25 mínútum leiksins en Vestramenn minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik.

Það var síðan ekki fyrr en á 89. mínútu sem Vestri jafnar metin og niðurstaðan jafntefli, 2-2.

Næsti leikur Ægis í Lengjubikarnum er á þriðjudaginn kl. 19 þegar liðið heimsækir KV í Vesturbæinn.