Leikur 4: Þórsarar geta jafnað á heimavelli í kvöld

thor-1Í kvöld er komið að fjórða leik Þórs og Hauka í 8-liða úrslitum en leikurinn fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Haukar leiða einvígið 2-1 og með sigri í kvöld fara þeir áfram í undanúrslit en Þórsarar ætla sér ekki að láta það gerast.

Ef Þorlákshafnarstrákarnir vinna leikinn í kvöld þá fer fram fimmti og síðasti leikurinn á heimavelli Hauka á fimmtudaginn.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og þurfa okkar menn á góðum stuðningi að halda úr stúkunni en heyrst hefur að stuðningsmenn Hauka muni fjölmenna í Þorlákshöfn í kvöld.