Digiqole ad

Ægismenn styrkja hópinn fyrir sumarið

 Ægismenn styrkja hópinn fyrir sumarið

ÆgirÆgismenn halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í 2. deildinni í fótbolta í sumar.

Þorlákshafnarbúinn Pálmi Ásbergsson er aftur genginn til liðs við Ægi en hann lék með Árborg síðustu tvö ár.

Ægir hefur einnig samið við varnarmanninn Benis Krasniqi en hann lék með Gróttu á síðasta tímabili.

Þá hafa þeir fengið Trausta Marel Guðmundsson frá KF, Róbert Freyr Samaniego frá Keflavík og Goran Jovanovski frá KFR auk þess sem Ingólfur Þórarinsson kom til liðsins frá KFS á dögunum.