Tónleikar: Lillukórinn og Kyrjukórinn

thorlakskirkja-1Tónleikar Lillukórinn og Kyrjukórinn verða með sameiginlega tónleika í Þorlákskirkju sunnudaginn 1. maí nk. og hefjast tónleikarnir kl. 16:00.

Lillukórinn var stofnaður árið 1992 að frumkvæði Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu) sem þá var tónlistarkennari á Hvammstanga.

Á þessu starfsári er kórinn skipaður 24 konum, víðsvegar úr Húnaþingi vestra. Þær koma saman á vetrarkvöldum einu sinni í viku og syngja sér til gamans.

Kórinn hefur gefið út tvo geisladiska. „Ég hylli þig Húnaþing“ sem kom út árið 1999 og „Sendu mér sólskin“ árið 2004. Seinni diskurinn var gefinn út til minningar um Pétur Aðalsteinsson frá Stóru Borg í Vestur- Húnavatnssýslu, allir textar og lög á disknum eru eftir Pétur.

Efnisskráin er fjölbreytt bæði innlend og erlend lög.

Ingibjörg Pálsdóttir er kórstjóri, æfir kórinn og kennir raddir.
Undirleikari og stjórnandi er Sigurður Helgi Oddsson.

Kyrjukórinn var stofnaður haustið 1998 og er því að ljúka sínu 19. starfsári í vor. Á þessu starfsári er kórinn skipaður 10 konum af Suðurlandi sem koma saman á þriðjudagskvöldum og syngja sér til skemmtunar.

Kyrjukórinn kom fyrst fram 7. apríl 1999 í Þorlákskirkju og söng þá fyrir fjölskyldur kvenna í kórnum ásamt vinum og boðsgestum.

Efnisskráin í gegn um tíðina hafa verið lög úr íslenskum dægurlagaheimi oft tengt ástinni og lífinu, og stundum syngjum við á útlensku.

Stjórnandi Kyrjukórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir
Undileikari er Helgi Már Hannesson.