Digiqole ad

Maciej Baginski til liðs við Þórsara

 Maciej Baginski til liðs við Þórsara

MaciejBaginski01Þórsarar hafa gert samning við Maciej Baginski um að leika með liðinu í Domino’s deildinni á næsta keppnistímabili.

Maciej er 21 árs uppalinn Njarðvíkingur og hefur alla tíð spilað með þeim grænklæddu á Suðurnesjunum. Hann lék stórt hlutverk með Njarðvíkingum á liðnu tímabili þar sem hann skoraði 12,3 stig að meðaltali í leik og með 11,4 framlagsstig. Þá hefur Maciej spilað með öllum yngri landsliðum Íslands allt frá 13 ára aldri.

Í samtali við Karfan.is segir Maciej að honum hafi einfaldlega langað að prófa eitthvað nýtt og taldi þar Þór besta kostinn. „Þór varð fyrir valinu vegna þess að þar ertu með tilbúið lið sem þarf ekki að byggja upp heldur kannski að bæta aðeins við til koma því á hærri stall. Það er spennandi að takast á við það hlutverk.“

Maciej segir einnig í samtali við Karfan.is að fleiri lið hafi haft samband en eftir vel ígrundað mál taldi hann og hans nánustu að Þór væri það besta í stöðunni.