Ægir með tap í fyrsta leik

Ægir2016Í dag spilaði Ægir sinn fyrsta leik  í deildinni í ár. Leikurinn var á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði og fór hann fram í Þorlákshöfn.

Leikur var jafn til að byrja með og var staðan 0-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik komst Sindri yfir eftir að hafa fengið ansi umdeilt víti. Leikmenn Sindra bættu svo öðru marki við á 80. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.