Hvernig forðast má Facebook Malware

otto01Hver kannast ekki við að fá send skilaboð frá einhverjum vini á Facebook. Kannski ögn djarfari en venjulega eða einhverra hluta vegna skrifuð á ensku. Í svona tilvikum er oftar en ekki um svokallaðan Facebook Malware að ræða. Malware er lítið forrit eða einskonar vírus sem truflar starfsemi tölvunnar, safnar upplýsingum eða póstar óumbeðnum auglýsingum eða öðru óviðeigandi efni á Facebook.

Hér má finna nokkra punkta sem gott er að hafa í huga til að lenda ekki í svona leiðindum.

  1. malw-facebookÞekktu vísbendingarnar. Facebook spammarar eru sífellt að verða frumlegri og klókari. Þeir beita ýmsum brögðum til að fá notendur til að smella á hlekki og koma þannig vírusum sínum inn í tölvur . Ef þú sérð eitthvað af eftirtöldu á vegg, í hóp eða öðru slíku, skaltu sleppa því að smella.
    1. Þú færð skilaboð á vegginn þinn frá einhverjum sem þú ert ekki vanur/vön að eiga samskipti við. Skilaboðin kunna að innihalda einhverja kveðju og svo hlekk í lokin. Skilaboðin kunna að vera eitthvað eins og: „Hey, hér er mynd af þér (hlekkur)“, „Hér er megrun sem virkar alltaf (hlekkur)“ eða eitthvað í þessum dúr. Þetta er bæði til á íslensku og á ensku.
    2. Þú færð skilaboð á vegg frá vin sem bendir þér að horfa á Youtube myndband sem þú ert merktur á. Oftar en ekki er kveðjan eitthvað í þessum dúr :“OMG, Siggi, what are you doing in this video? LOL!!“
    3. Þér er boðið í hóp eða á viðburð þar sem boðið er upp á frí raftæki, föt eða eitthvað álíka. Fyrstu 5000 sem skrá sig fá gjöfina, en fyrst verðurðu að fylla út einhverja könnun.
  2. FACEBOOK MALWAREEkki láta gabbast af stuttum hlekkjum. Facebook óþokkar reyna nánast alltaf að dulbúa hlekkina sína á vafasamar vefsíður með því að notast við URL styttingar. Slíkar styttingar geta t.d. litið út svona bit.ly/gm0lsh. Ef smellt er á hlekkinn má búast við að malware komist á vélina þína.
  3. Forðastu að leyfa ótrúverðugum öppum eða leikjum að notast við persónuupplýsingar þínar. Ef þú færð beiðni um að leyfa Facebook appi að skrifa á veginn þinn eða á vegg vinar þíns, eða ef appið vill nálgast upplýsingar eða annað slíkt, skaltu umsvifalaust loka leiknum eða appinu.
  4. Vertu vakandi fyrir augljósum merkjum um spam eða ruslpóst.
    1. Ef þú sérð vin senda ítrekuð skilaboð á veggi, má líklega leggja pening á að vinurinn hafi smellt á óæskilegan hlekk.
    2. Ef þú sérð skilaboð þar sem þér er bent á að svona getirðu séð hverjir hafa skoðað vegginn þinn. Ekki trúa þessu og EKKI smella !!
  5. Ef þú lendir í Facebook Malware skaltu umsvifalaust bregðast við.
    1. Fjarlægðu skráningar á veggi með því að smella á Xið við skilaboðin.
    2. Farðu í account settings – manage apps og fjarlægðu öpp og leiki sem þú kannast ekki við.
    3. BREYTTU LYKILORÐINU
    4. Notaðu hugbúnað eins og t.d. malwarebytes (frír) til að fjarlægja malware.
    5. Ef þú hefur ekki tíma eða treystir þér ekki í þetta, skaltu hafa samband við fagaðila við fyrsta tækifæri.

Ottó Rafn Halldórsson
www.tolfus.is
otto@tolfus.is