Brjálað stuð á Suðurlandsskjálftanum í gær – myndasafn

sudurlandsskjalftinn (40)Í gær stóð Félagsmiðstöðin Svítan fyrir Suðurlandsskjálftanum 2016 sem er lokaball félagsmiðstöðva á Suðurlandi. Ballið var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn og þurftu margir að ferðast töluverða vegalengd á ballið en þeir sem komu lengst að komu alla leið frá Kirkjubæjarklaustri.

Skemmtu allir sér konunglega eins og sjá má á myndunum sem fylgja með þessari frétt en Dj. Sveppz, Sælan og Jón Jónsson sáu um að halda uppi stuðinu.