Ólafur Helgi á leið í Þór

Mynd: Karfan.is / Bára Dröfn
Mynd: Karfan.is / Bára Dröfn

Ólafur Helgi Jónsson mun ganga í raðir Þórsara í Domino’s deildinni í körfubolta á næstu dögum. Þetta staðfestir hann í samtali við Víkurfréttir.

Guðmundur, eldri bróðir Ólafs, lék einnig með Þórsurum fyrir nokkrum árum við góðan orðstír. Í Þór mun Ólafur hitta fyrir vin sinn Maciek Baginski sem samdi við Þór á dögunum ásamt því að Einar Árni þjálfaði hann til margra ára í Njarðvík.

Í samtali við Víkurfréttir segir Ólafur að hann hafi ekki verið sáttur með hlutskipti sitt í Njarðvíkurliðinu í vetur og fannst kominn tími á breytingu.