Stórt grenitré flutt á nýjan stað – Myndir

sitkagreni_1Starfsmenn Sveitarfélagsins Ölfuss fluttu í gær stórt og fallegt grenitré frá Selvogsbraut 13 að Egilsbraut 9.

Tréð er Sitkagreni og fékk sveitarfélagið það að gjöf í vor. Í dag stendur þetta veglega tré Mánabrautarmegin við Egilsbrautina og sómar sér líka svona vel á nýja staðnum.

Meðfylgjandi myndir tók starfsmaður sveitarfélagsins við flutninginn í gær.