Arnar Logi sló KR út úr bikarnum

Mynd: GKS / Sunnlenska.is
Mynd: Guðmundur Karl / Sunnlenska.is

Merkileg úrslit áttu sér stað í Vesturbænum í gærkvöldi þegar 1. deildar lið Selfoss gerði sér lítið fyrir og sló út heimamenn í KR í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 1-2.

Arnar Logi Sveinsson úr Þorlákshöfn skoraði sigurmark Selfyssinga þegar fjórar mínútur lifðu af framlengingu leiksins og má því með sanni segja að okkar maður hafi slegið Vesturbæjarstórveldið út úr bikarnum.

Arnar er ekki eini Þorlákshafnarbúinn í liði Selfoss en þar er einnig að finna frænda hans, Svavar Berg Jóhannsson og voru þeir báðir í byrjunarliði Selfoss í gærkvöldi.

Meðfylgjandi mynd af frændunum tók Guðmundur Karl Sigurdórsson í Vesturbænum í gærkvöldi.