Ægismenn náðu í sitt fyrsta stig um sjómannadagshelgina

13340609_10209712418031049_1771212953_o (1)Ægismenn mættu Vestra núna í dag á Þorlákshafnarvelli í mjög góðu veðri. Leikurinn fór rólega af stað og voru bæði lið að gefa lítið af færum á sig til að byrja með. Svo um miðbik fyrri hálfleiksins fóru hjólin að snúast hjá báðum liðum og fóru bæði lið að skapa sér urmul af færum. Vestramenn byrjuðu að sækja af krafti og voru Ægismenn heppnir að vestfirðingar nýttu sín færi mjög illa. Fljótlega eftir það fékk Magnús Pétur Bjarnason gott færi fyrir heimamenn en skaut í stöngina.

Það var svo á 28. mínútu þegar Guðmundur Garðar Sigfússon aðstoðarþjálfari braut ísinn og kom Ægismönnum yfir. Hann fékk boltann á vítateigslínunni, klobbaði leikmann Vestra og lagði hann í fjærhornið, stórkostlegt mark hjá Guðmundi og staðan orðin 1-0 fyrir Ægismenn.

Fljótlega eftir þetta fengu Vestri aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Ægismanna. Leikmaður Vestra spyrnti boltanum inní teig og skölluðu Ægismenn boltann frá og geystust upp í skyndisókn. Þar var Goran Jovanovski fljótastur að spretta fram og komst í einn á móti markmanni en skaut framhjá, illa farið með gott færi. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Ægi.

Í seinni hálfleik léku Ægismenn á móti vindi og tóku Vestramenn yfir leikinn. Vestramenn sóttu mikið og fengu nokkur mjög góð færi sem þeir nýttu hrikalega illa og virtist allt stefna í að Ægismenn gengju burt frá þessum leik með 3 stig og hreint lak.

Jóhann Óli spilaði leik númer 50 fyrir Ægi í dag.
Jóhann Óli spilaði leik númer 50 fyrir Ægi í dag.

En það var á 85. mínútu að Vestramenn náðu að skora. Þar var James Pucci að verki en hann lék á 2 leikmenn Ægis og skaut inní vítateig sem endaði í netinu. Mistök hjá vörninni og frekar klaufalegt mark. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli og fyrsta stig Ægis í Íslandsmótinu 2016 staðreynd.

Jóhann Óli Þórbjörnsson leikmaður Ægis lék sinn 50. leik fyrir félagið og óskum við honum til hamingju með það.

Axel Örn Sæmundsson