Fjölmenni á íbúafundi um kynningarátak

íbúafundurFjölmenni var á íbúafundi fyrr í kvöld þar sem kynningarátak fyrir sveitarfélagið var kynnt.

Farið var yfir þá vinnu sem hefur verið í gangi, stöðu verkefnisins, næstu skref og kynnt var endurbætt útgáfa af merki sveitarfélagsins.

Logo Olfus nytt2Sú útgáfa af merki sveitarfélagsins sem kynnt var byggir á gamla merkinu. Dólosinn er enn til staðar en litunum hefur verið breytt. Nýja merkið má sjá hér til hliðar.

Skemmtilegar upptökur voru sýndar af íbúum sem og glæsilegar myndir.

Stefnt er að því að kynningarátakið fari aðallega fram á netinu og að það hefjist í ágúst á þessu ári.