Skólaslit GÞ í gær: Ásta, Jón og Ester kvöddu skólann

ester_asta_jonSkólaslit Grunnskólans í Þorlákshöfn fóru fram við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðsöðinni í gær.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Yngstu nemendur skólans færðu 10. bekkingum rós í kveðjuskyni og veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Tónlistarflutningur var í höndum barnakórsins auk þess voru fluttar ræður og þar á meðal kveðjuræða útskriftarhópsins.10bekkur

Ásta Júlía Jónsdóttir, Ester Hjartardóttir og Jón H. Sigurmundsson kvöddu skólann í gær eftir áratuga löng störf. Þeim var færður þakklætisvottur fyrir þeirra frábæra starf fyrir skólann öll þessi ár.