Halldór Garðar í u-20 ára landsliði Íslands

thor_kr_bikarurslit2016-23Körfuboltamaðurinn Halldór Garðar Hermannsson hefur verið valinn í 20 ára landslið Íslands.

Liðið æfir í Þorlákshöfn um þessar mundir en framundan er Evrópumót í Grikklandi í júlí.

Halldór Garðar er, þrátt fyrir ungan aldur, einn af lykilmönnum Þórs í Domino’s deildinni og virkilega vel að þessu kominn.

Gaman er að geta þess að Þorlákshafnarbúar eiga þá fjóra fulltrúa í unglingalandsliðum Íslands í körfubolta.