Stýrir bíl af þakinu í Skötubótinni í nýrri auglýsingu – myndband

kuku_skotubotBílaleigan KúKú Campers gaf út nýtt kynningarmyndband nýverið þar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins kynnir fyrirtækið á frumlegan máta. Bílaleigan sérhæfir sig í sendiferðabílum fyrir ferðamenn sem hægt er að gista í.

Enn og aftur bregður fallegu Skötubótinni fyrir í myndböndum á netinu en á mínútu 3:25 má sjá framkvæmdastjórann stýra bíl, sem keyrir eftir ströndinni og í átt að Þorlákshöfn, af þakinu. Eitthvað sem enginn ætti auðvitað að leika eftir.

Öðruvísi og skemmtileg markaðssetning hjá þessu fyrirtæki og engin furða að Ölfusið hafi orðið fyrir valinu hjá framleiðendum myndbandsins sem sjá má hér að neðan.