Katrín Ósk nýr markaðs- og menningarfulltrúi Ölfuss

katrin_osk01Sveitarfélagið Ölfus hefur ráðið Katrínu Ósk Sigurgeirsdóttur í starf markaðs- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins.

Katrín tekur við starfi Barböru Guðnadóttur sem gengt hefur starfinu síðastliðin 12 ár en 28 einstaklingar sóttu um starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Katrín starfaði síðast sem verkefnastjóri hjá ION Adventure Hotel og er hún með diploma í starfstengdu ferðafræðinámi.