Afreksnemi úr Þorlákshöfn hlaut styrk til náms við Háskóla Íslands

afreks_og_hvatningarsjodur_2016
Mynd: Háskóli Íslands

Þorlákshafnarbúinn Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir hlaut í gær styrk úr afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands og tók hún ásamt 27 öðrum einstaklingum við styrknum við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi. En hver styrkur nam 375.000 kr.

Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nýnema til náms við Háskóla Íslands og eiga allir styrkþegarnir það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og innritað sig til náms við skólann í haust.

Aðalbjörg ÝrVið mat á styrkþegum var horft til árangurs þeirra á stúdentsprófi, auk annarra þátta eins og virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangurs á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum.

Aðalbjörg Ýr passar vel þarna inn en hún var dúx FSu árið 2015 og sama ár lauk hún framhaldsprófi í trompetleik. Einnig hefur hún staðið sig frábærlega með fimleikadeild Selfoss og hefur keyrt áfram starf Ungmennaráðs Ölfuss seinustu ár.

Við hjá Hafnarfréttum óskum Aðalbjörgu innilega til hamingju og óskum henni velfarnaðar í námi sínu.