Þorlákshafnarbúar í Finnlandi: Magnús Breki Norðurlandameistari með U18

magnus_breki01Í dag varð U18 lið Íslands Norðulandameistarar 2016 en liðið mætti Finnum í úrslitaleiknum sem endaði með 101-72 sigri Íslands. Mótið fer fram í Finnlandi þessa dagana.

Með liði Íslands leikur Magnús Breki Þórðarson og þjálfari liðsins er Einar Árni Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks Þórs. Þá er sjúkraþjálfari íslenska liðsins Hjörtur S. Ragnarsson.

Sigrún Elfa Ágústsdóttir spilaði einnig á mótinu með U16 liði Íslands og stóð sig mjög vel. Þær enduðu í fjórða sæti. Annar Þorlákshafnarbúi var á mótinu en Benedikt Guðmundsson er þjálfari U16 liðs drengja.

Virkilega flottur árangur hjá okkar fólki!