Ægir getur farið úr fallsæti á heimavelli í dag

Ægir2016Í dag fá Ægismenn Völsung frá Húsavík í heimsókn á Þorlákshafnarvöll í 2. deildinni í fótbolta.

Fyrir leik situr Völsungur í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 8 stig en Ægismenn í því næst neðsta með 5 stig.

Ægir vann sinn fyrsta sigur í vikunni og á liðið möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri í dag.

Leikurinn hefst klukkan 14 í blíðunni í Þorlákshöfn.